Um okkur


Garpur varð til þegar við áttuðum okkur á því hversu lítið úrval af góðum hundavörum væru til.

Vildum við góð gæði, hollt nammi, umhverfisvænar umbúðir og að sjálfsögðu ætluðum við bara að borga sanngjarnt verð fyrir allt þetta.

Hundarnir tveir þau Klaki og Doppa eru að minnsta kosti yfir sig ánægð með vörurnar sem við seljum.

 

Við pössum okkur að allt hunda nammið sé hollt og gott fyrir hundana, að stunda viðskipti við fyrirtæki sem koma vel fram við dýr og fólk og að umbúðir frá okkur séu umhverfisvænar.

Við byrjuðum á því að flytja inn Earth rated kúkapokana sem eru umhverfisvænn kostur, þegar kemur að því að taka upp eftir voffana.
Þeir hafa heldur betur slegið í gegn og bætist sífellt í vöruúrvalið hjá okkur.

________________________________________________________________

Garpushop ehf.
Kt: 650621-0770
Holtavegi 10, 104 Reykjavík
Sími: 6668861
garpurfodur@gmail.com