Öðruvísi Öskudagur 2021

Eins og flestir vita hafa mörg fyrirtæki og verslanir tilkynnt hvort þau muni leyfa söng fyrir nammi hjá sér þetta árið.

Garpur ætlar að vera með og leyfa krökkunum að koma að syngja.

Starfsfólk verður sjálft í búning, við munum haga sérstaklega að sóttvörnum og að sjálfsögðu er einungis sérpakkað sælgæti gefið.

Svona ætlum við að gera þetta:

  • Við munum merkja gólfin sérstaklega vel með öllum fjarlægðarmörkum
  • Allir munu þurfa að spritta sig við komu inn í búðina
  • Starfsfólk verður með grímu og í hönskum við úthlutun nammis
  • Foreldrar verða beðnir um að bíða fyrir utan eftir krökkunum

Við getum haldið öskudaginn fyrir börnin ef við hjálpumst að.